Handbolti

Hættir eftir að hafa komið Fjölni upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Eyjólfsson lék með Stjörnunni og sést hér í leik með liðinu.
Sverrir Eyjólfsson lék með Stjörnunni og sést hér í leik með liðinu. vísir/vilhelm

Sverrir Eyjólfsson stýrði Fjölni í síðasta sinn þegar liðið vann Þór í oddaleik um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili.

Fjölnismenn tryggðu sér sæti í Olís-deildinni með eins marks sigri á Þórsurum í Egilshöllinni í gær, 24-23.

Í viðtali við handbolta.is eftir leikinn í gær staðfesti Sverrir að hann væri hættur sem þjálfari Fjölnis. Hann vilji verja meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Sverrir tók við Fjölni af Guðmundi Rúnari Guðmundssyni fyrir tveimur árum. Á síðasta tímabili komst liðið einnig í oddaleik um sæti í Olís-deildinni en tapaði fyrir Víkingi. Í vetur snerist dæmið hins vegar við og Fjölnismenn tryggðu sér þátttökurétt í Olís-deildinni tímabilið 2024-25.

Bróðir Sverris, Aðalsteinn, er einnig þrautreyndur þjálfari og þá var faðir þeirra, Eyjólfur Bragason, lengi þjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×